Vilja stöðva greiðslur skattgreiðenda til Konfúsíusarstofnana í Þýskalandi

Kínverski Kommúnistaflokkurinn notar Konfúsíusstofnanir sem úlf í sauðagæru til að heyja hugmyndafræðilega baráttu á Vesturlöndum. Þjóðverjar eru að vakna: „Vegna viðskiptahagsmuna við Kína er frelsi Vesturlanda fórnað.“

24. apríl tóku margir þýskir stjórnmálamenn í Bæjaralandi, þátt í netráðstefnu um tilgang og áhrif kínverskra Konfúsíusarstofnana á svæðinu. Lögðu þeir til, að opinberum fjárveitingum til slíkra stofnana verði tafarlaust stöðvaðar. Aðgerðarsamtök Ingolstadt fyrir mannréttindum Úígúra og Heimsþing Úígúra skipulögðu netráðstefnuna vegna komandi atkvæðagreiðslu 11 maí n.k. hjá borgarstjórn Ingolstadt um áframhaldandi stuðning við Konfúsíusstofnun sem bílafyrirtækið Audi stofnaði fyrir 5 árum í borginni.

M.a. töluðu þingmenn sambandsþingsins á netráðstefnunni 24. apríl t.d. Margarete Bause (Græningjar), Martin Patzelt (CDU), varaforseti Landtag Markus Rinderspacher (SPD) ) ásamt Ursula Dusolt frá Alþjóðlegu mannréttindafélaginu (ISHR) og borgarstjórnarmanninum í Ingolstadt, Karl Ettinger (FDP). Meira en 20 borgarráðsfulltrúar Ingolstadt í öllum flokkum sóttu ráðstefnuna. Í ljósi aukinna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda gegn andófsmönnum og þjóðernishópum í Kína, þá lýsti ráðstefnan því yfir, að ekki ætti lengur að styðja við Konfúsíusarstofnanir í Þýskalandi með peningum skattgreiðenda.

Fyrsta Konfúsíusarstofnun í heiminum sem stofnuð er af alþjóða bílafyrirtæki er í Ingolstadt

Konfúsíusarstofnanir Kína hafa á undanförnum árum mætt vaxandi andstöðu á alþjóðavettvangi vegna náinna tengsla við kínverska kommúnistaflokkinn. Þær heyra undir ríkisstofnunina Hanban sem fellur undir menntamálaráðuneytið. Hugmyndafræði kommúnismans er boðuð en umræður ritskoðaðar um efni sem yfirvöld Kína telja viðkvæm eins og ofsóknir á fylgismönnum Falun Gong og Úigúrum, tíbetskum búddistum og fjöldamorðin á Torgi hins himneska friðar.

19 Konfúsíus-stofnanir eru í Þýskalandi. Meðal þeirra er Konfúsíusarstofnunin í Ingolstadt í Bæjaralandi. Það er fyrsta Konfúsíusarstofnun heims sem er styrkt og stofnuð af alþjóða bílafyrirtæki – Audi. Í Bæjaralandi eru þrjár slíkar stonfanir: ein í München, ein í Nürnberg-Erlangen og ein í Ingolstadt. Audi-Konfúsíusarstofnunin hefur verið fjármögnuð með 50.000 evrum af fjárhagsáætlun Ingolstadt árlega í fimm ár að beiðni Audi, sem líkt og VW samsteypan hefur náin efnahagsleg tengsl við Kína.

Úlfi í sauðagæru sleppt inn í borgina – vestrænu frelsi fórnað fyrir viðskipti við Kína

Margarete Bause, formaður mannréttinda og mannúðaraðstoðsnefndar, lýsti því yfir að „tími væri kominn“ til að takast á við málefni ríkisstofnana. „Konfúsíusarstofnanir eiga ekki að vera fjármagnaðar með þýskum skattfé.“ Martin Patzelt í sömu nefnd sagði yfirvöld „hafa sleppt úlfi í sauðagæru inn í borgina. Verið er að fórna vestrænu frelsisi fyrir efnahagslega hagsmuni í samskiptum við Kína.“

Varaforseti Bæjaralandsþings, Markus Rinderspacher sagði þessar stofnanir ekki vera með „vinaleg teboð heldur dulbúna hugmyndafræðilegan heilaþvott. Það er fullkomlega óskiljanlegt hvers vegna Bæjaraland styður fjárhagslega sterkt efnahagsveldi eins og Kína.“

Deila