Vindorka veldur hlýnun og þurrkum – stjórnmálamenn hlusta ekki á viðvörun vísindamanna

Rannsóknir sýna að vindmyllur geta valdið þurrkum á svæðinu í kring. En niðurstöðurnar eru ekki teknar alvarlega vegna þess að þær ganga gegn ríkjandi loftslagshugmyndafræði, að sögn þýsks sérfræðings.

Gerd Ganteför, prófessor í tilraunaeðlisfræði, varar við þurrkum í tengslum við frekari byggingu vindorkuvera. En honum finnst hann tala fyrir daufum eyrum.Hann vísar til rannsókna sem sýna fram á þessar niðurstöður, segir Nordkurier.

Stórar vindmyllur hægja á vindinum

Gerd Ganteför segir að stærri vindmyllur hægi eðlilega á vindinum. Minni vindur hefur í för með sér minni uppgufun og þar með minni úrkomu:

„Ef það verður þurrara getur það líka gerst að það verði heitara.“

Stór vindorkuver hægja einnig á „tiltölulega mikilvægu, loftstreymi raka sem kemur frá Norður-Atlantshafi yfir hafið til Þýskalands“ að sögn sérfræðingsins. Ef byggðar eru of margar vindmyllur, þá getur það leitt til þurrka.

Afleiðingar vindorku lítið sem ekkert rannsökuð

Gerd Ganteför býst við, að „þessi mögulega atburðarás verði vandlega greind og rannsökuð af loftslagsvísindamönnum.“ Vegna þess að stóra vandamálið er, að við vitum ekki eins og er „hvað gæti gerst, ef við höldum áfram að byggja óteljandi vindmyllur.“ Hann tekur fram, að varla séu til neinar rannsóknir á afleiðingum vindorku í nærumhverfinu, til samanburðar við þær gífurlegu fjárhæðir sem varið er til að reikna út breytileika á hitastigi jarðar. Að sögn Ganteför er hins vegar ekki tekið á þessu alvarlega vandamáli, þar sem menn, sérstaklega Þjóðverjar, eru blindir og fara í uppnám bara ef einhver spyr gagnrýnnar spurningar um vindorku.

Erum að fást við trúarofstopa

Einnig eru menn sakaðir um að styðja stjórnmálaflokkinn Valkost fyrir Þýskaland „Alternative for Germany, AFD.“ Ganteför segir:

„Það má orða það þannig: Þú verður ekki sjálfkrafa stuðningsmaður AFD, bara vegna þess að þú spyrð gagnrýnna spurninga. Stundum hef ég á tilfinningunni, að þetta sé einhvers konar trúarofstopi sem við erum að fást við. Sem hefur ekkert lengur með vísindin að gera.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila