Vindorkan er græn svikamylla sem skapar botnlaust svarthol fyrir skattgreiðendur

Við nánari skoðun á því sem oft er lýst sem stöðugri og öruggri tekjulind kemur upp myndin af enn einni grænni bólu, þar sem fjárfestingar undanfarinna ára hafa ekki skilað neinum sérlegum hagnaði – Hversu slæm er þessi þróun eiginlega?

Greining á heildardæmi vindorkunnar sýnir, að vindorkan er græn bóla sem er að þróast í botnlaust svarthol, þar sem vindorkan stendur ekki undir sínum raunverulega kostnaði. Það er niðurstaðan í úttekt þríeykisins Christian Sandström, lektors í alþjóðaviðskiptaháskóla Jönköping, Madeleine Staaf, stofnanda Vindorkuupplýsinga og Christian Steinbeck, bráðabirgðafjármálaráðgjafa, í grein þeirra í Kvartal.

Ríkið styrkir mjög byggingu vindorkuvera með raforkuvottorðum og undanþágu frá ábyrgð vegna umhverfisáhrifa. Ef rýnt er í ársskýrslur vindorkuveranna er útlitið allt annað en bjart og óskhyggjan allsráðandi varðandi umhverfismál. Greinarhöfundar gerðu yfirlit yfir arðsemi fjárfestinga í öllum þeim vindmyllugörðum, sem reistir voru í Svíþjóð á árunum 2017-2020. Útkoman er sláandi: Þegar best lætur er tapið 8,5% á ársgrundvelli allt niður í 25,2% samanber graf að neðan.

Ósjálfbærar tölur


Arðsemin er mjög slæm með árlegri neikvæðri ávöxtun á fjárfestum eigenda – ósjálfbærar tölur fyrir atvinnugreinina og óhaldbærar í öðrum greinum atvinnulífsins. Engin atvinnugrein getur lifað af til lengri tíma með slík arðsemisvandamál að sögn greinarhöfunda. Margar fjárfestinganna byggjast á því, að ríkið haldi áfram að greiða 15-25% af tekjunum, sem skapar hið fullkomna botnlausa svarthol fyrir skattgreiðendur.

Eitrar umhverfið

Annað vandamál eru snúningsblöð vindmyllnanna sem slitna hratt og enginn veit hvað í þeim er, þar sem nákvæm efnissamsetning blaðanna er vernduð með einkaleyfum. Varað hefur verið við því að snúningsblöðin dreifi bisfenólum sem hafa neikvæð áhrif á menn, dýr og plöntur. Eins og er er þeim staflað í hauga, því ekki er hægt að endurvinna efnið, þegar blöðin hafa skilað sínu starfi.Aðrar rannsóknir sýna, að bygging vindorkuvera hefur neikvæð áhrif á fasteignaverð á svæðinu. Mikill hluti uppsettrar afkastagetu er fenginn með aðstoð erlendra fjárfesta og þar er kínverska ríkið stór aðili.

Ríkið ætti að skipa óháða slysanefnd til að rannsaka raunverulegan kostnað vindorkunnar

Á tímabilinu 2017–2021 fjárfesti Svíþjóð að minnsta kosti 40 milljörðum sænskra króna í vindorku, sem var innviðafjárfesting af sögulegri stærð. Í stað þess að ryðja brautina fyrir fleiri vindmyllugörðum ætti ríkisstjórnin að skipa óháða slysanefnd til að rannsaka raunverulegan kostnað vindorku fyrir sænskt umhverfi og sænskt efnahagslíf segja greinarhöfundar að lokum.

Deila