Völd og ábyrgð stjórnvalda

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari skrifar:

Ábyrgðarlausir embættismenn eiga ekki að hafa völd

Ótal álitaefni blasa við stjórnvöldum þessa dagana, eins og alla daga, öll ár Um þau eru að venju skiptar skoðanir, en í frjálslyndum lýð ræðisrikjum höfum við einmitt stjórnmálin til þess að takast á og komast að niðurstöðu um okkar sameiginlegu hagsmuni, sem rétt er að hið opinbera gæti

Við felum þeim völdin.

Hið opinbera – ríki jafnt sem sveitarfélög hefur engin völd önnur en þau, sem borgararnir fela því. Þess vegna mælir stjórnarskráin fyrir um þrígreiningu valdsins, setur því mörk og mótvægi, þannig að hver grein sé temperuð af hinum tveimur.

Um valdið gildir sú megin- regla, að ekkert vald megi vera án ábyrgðar. Samt hefur þeirrar hneigðar gett undanfarna áratugi að tengsl milli valda og ábyrgðar hafa orðið æ óljósari. Stjórnmálamenn fá völdin aðeins að láni jafnlengi og kjörtímabilið stendur, en kjósendur geta mögulega leyst þá frá völdum standi þeir sig ekki í stykkinu. Í fjölflokkakerfi samsteypustjórna getur það þó oft reynst snúið, eins og menn þekkja bæði í landsmálum og úr borgarstjórn.

Varhugaverðust er þó sú þróun að færa æ meiri völd inn í regluverk og kerfið sjálft, fimmta valdið: hið ábyrgðar. lausa embættismannavald. Slik reglubinding hefur átt sér stað á vettvangi Evrópusam bandsins og sumt af henni leitað hingað, en það er á kostnað lýðræðisins. Þess vegna er rætt um lýðræðishalla þar og hans gartir líka hér. – Ugglaust af bestu hvötum, en afleiðingarnar eru upp og ofan.

Hér á landi má mikið rekja þróunina til hugmynda um að stjórnmálamenn væru um of bundnir við kjósendur sína, hagsmunaöfl eða kreddu, en því yrði að koma ákvörðunum úr þeirra höndum í „faglegan“ farveg, til óháðra“ sérfræðinga, hlutlausra“ umsagnaraðila og „sjálfstæðra“ stofnana. Allt er það þó líka fólk af holdi og blóði og fest sjálfsagt laust við skod anir eða hagsmuni. Verra er að það hefur fengið í hendur völd – bein eða óbein – en er algerlega ábyrgðarlaust af þeim. Það er nú meinið og það er mein.
Um það er sægur dæma, gam alla og nýrra. Þessa dagana er fjármálaráðherra í vandræðum vegna þjóðlendumála þar sem hún krefst að ráði óbyggðanefndar þess að ríkið sölsi undir sig spildur um allt land. Ráðherrann virðist þessu mótfallinn, en fær ekkert við ráðið.

Á liðnu ári lagði þáverandi matvælaráðherra fram ólöglegt hvalveiðibann og bar fyrir sig að annað hefði verið ómögulegt þar sem vanhæf ráðgjafarnefnd Matvælastofnunar, sem þó er ekki stjórnvald, teldi veiðarnar ómannúðlegar. Á föstudag birtist í Spursmálum á mbl.is viðtal við forstjóra Vegagerðarinnar, sem lét alveg eiga sig að skýra hvernig kostnaður við fyrirhugaða Fossvogsbrú hefði margfaldast án pólitískra heimilda, en sagði þó að metnaður um íburðarmikla brú hefði miklu ráðið!

Einstök ákvörðun kærunefndar útlendingamála árið 2022 varð óforvarandis stjórnarstefna um að galopna landið fyrir hælisleitendum frá Venesúela, sem hingað komu á vegum ferðaskrifstofa. Þeir voru fráleitt allir í hættu staddir, en stjórnvöld hér ráðþrota. Nú í desember ákvað forstjóri Útlendingastofnunar að setja 150 fjölskyldusameiningar frá Gasasvæðinu í forgang. Lög virðast skýr um að forstjórinn hafi heimild til þess að taka slíkt frumkvæði án þess að ræða það við ríkisstjórn, jafnvel í stórpóli tísku máli innan lands sem utan.

Öll ofangreind dæmi eiga það sammerkt að þar hefur fimmta valdið fengið eða tekið sér völd án minnstu ábyrgðar. Jafnvel þannig að ráðherra ber ábyrgð á því, sem hann fær engu um ráðið. Jú, embættismenn og rik isforstjórar eiga að nafninu til að sæta ábyrgð, en þegar ráðherrar eru spurðir kemur í ljós að einu gildir hvað þeir gera eða láta vera, þeir eru aldrei áminntir.

Jafnvel forstjóri Samkeppniseftirlitsins sem varð uppvis að ólögmætri embættisfærslu, en áfrýjunarnefnd og dómstólar komust að því að hafi farið stórkostlegu offari í sektará kvörðunum – hefur ekki fengið svo mikið sem tiltal ráðherra.

Þetta er mein. Kerfið má ekki verða lénskerfi ósnertanlegra embættismanna, sem mikið til veljast af óháðum“ og faglegum“ valnefndum annarra embættismanna. Þá er nær að stjórnmálamenn taki til sín þessi völd aftur, völd með ábyrgð, því kjósendur eiga a.m.k. möguleika á að losa sig við þá.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila