Volvo hættir framleiðslu dísilvéla

Sænski bílaframleiðandinn Volvo hefur tilkynnt að fyrirtækið muni hætta framleiðslu dísilvéla. Håkan Samuelsson forstjóri Volvo segir að ástæður þess að framleiðslu dísilvéla verði hætt vera þá að of kostnaðarsamt sé að þróa vélar sem standast framtíðarkröfur um útblástursmagn og þá mengun sem af útblæstri hlýst. Volvo aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta því að í stað áframhaldandi þróunar dísilvéla ætlar Volvo að einbeita sér að því að þróa vélar sem ganga fyrir rafmagni og vonast bílaframleiðandinn til þess að fyrsti Volvoinn sem alfarið muni ganga fyrir rafmagni muni koma á markað árið 2019 og að framleiðslu dísilvéla verði alfarið hætt árið 2023.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila