„Vörupassi“ á að flýta fyrir grænu iðnbyltingunni yfir í „hringrásarhagkerfið“

Framkvæmdastjórn ESB vill nú taka upp nokkurs konar „stafrænan vörupassa“ fyrir næstum allar vörur í Evrópu, að því er GS1 Svíþjóð greinir frá. Vörupassinn gerir kleift að kortleggja og endurskoða virðiskeðju vörunnar. Þannig verður „sjálfbærni“ vöru í gegnum alla virðiskeðjuna gerður opinber. Markmiðið er að flýta fyrir „umbreytingu í hringrásarhagkerfi.“ Stafrænu vegabréfin þýða, að „grænar vörur“ verða staðlaðar.

Hver hefur áður heyrt minnst á sérstakt vörubréf fyrir vörur?

Líklega hafa fæstir heyrt minnst á stafræn vöruvegabréf „Digital product passports“ DPP. En slíka merkingu vill framkvæmdastjórn ESB innleiða í Evrópu með nýrri löggjöf.

Hvað þýðir það?

Það þýðir, að „næstum allar vörur“ í ESB munu innihalda stafrænar upplýsingar um svokallaða sjálfbærni og rekjanleika segir GS1 Svíþjóð. Tillagan er hluti af rammalöggjöf ESB um umhverfisvænar, sjálfbærar vörur „Ecodesign Sustainable Products Regulation“ ESPR (sjá neðst á síðunni) og er hluti af „grænum samningum“ ESB sem aftur er hluti af „alheimsmarkmiðum“ SÞ.

„Loftslagsbreytingar og umhverfiseyðing eru ógn við áframhaldandi tilveru Evrópu og heimsins“ segir grænt framtak ESB á vefsíðu sinni. Tilgangur vörupassans er meðal annars að gera fyrirtækjum og neytendum kleift að taka „sjálfbærar ákvarðanir.“ það verður því kortlagt hvort fyrirtækin í virðiskeðjunni standist „sjálfbærnikröfur.“ En til lengri tíma litið er tilgangurinn að hraða þróun „hringrásarhagkerfisins.“ Hin meinta loftslagskreppa er því notuð sem ástæða fyrir koma á alræðiseftirliti með allri vöruframleiðslu með vörupassanum.

Sænska ríkisstjórnin útskýrði „hringrásarhagkerfið’“ á vefsíðu sinni fyrr í ár:

„Að knýja áfram græna iðnbyltingu er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarinnar. Nefnd þarf því að kanna á hvaða sviðum og með hvaða hætti megi beita hagstjórnartækjum til að stuðla að umskiptum yfir í hringrásarhagkerfi. Rannsóknin þarf að beinast að svæðum sem hafa umtalsverð umhverfis- eða loftslagsáhrif, þar sem stjórntæki geta stuðlað að slíkri breytingu á verulegan og efnahagslega árangursríkan hátt.“

Samkvæmt GS1 Svíþjóð munu umskiptin yfir í hringrásarhagkerfið krefjast meiri rekjanleika í allri virðiskeðju vörunnar. Sjálfbærar vörur verða því að reglu innan ESB. Í reynd getur það orðið öflugt stýrikerfi til að fá fyrirtæki til að „endurstilla framleiðsluna.“ Á heimasíðu GS1 segir:

„Upplýsingarnar geta verið um frammistöðu vörunnar í sjálfbærni, uppruna, ábyrgð, endurvinnslu og leiðbeiningar um samsetningu eða viðgerðir… Evrópa er í upphafi umbreytingar í hringrásarhagkerfi og stefnir að því að verða sjálfbærasta svæði heims.“

Jonatan Tullberg, forstjóri GS1 Sweden, segir í yfirlýsingu:

„Þetta er mikilvægt skref í átt að hringrásarhagkerfi og hefur áhrif á alla, sem selja vörur innan ESB, jafnvel þá framleiðendur sem ekki hafa sjálfbærnikröfur fyrir vöru sína. Því er mikilvægt að hefja undirbúning strax.“

Nýju lögin þarf að samþykkja árið 2024 og þá munu þau taka gildi árið 2025.

GS1 er fyrirtæki í eigu helstu matverslunarkeðja í Svíþjóð.

Deila