WHO: Covid ekki lengur ógn við heimsbyggðina

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO lýsti því yfir á blaðamannafundi fyrir stundu að Covid væri ekki lengur talin ógn við heimsbyggðina.

Það var Tedros Adhanom Ghebreyesus framkvæmdastjóri WHO sem flutti yfirlýsinguna þar sem hann sagði meðan annars.

„undanfarið ár hefur heimsfaraldurinn verið á hraðri niðurleið, ónæmi jarðarbúa við sjúkdómnum hefur vaxið og þá hefur að sama skapi dánartíðni minnkað og þar með þrýstingurinn á heilbrigðiskerfið ekki verið eins mikill“ sagði Tedros í yfirlýsingunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila