WHO mótmælt í Stokkhólmi næsta sunnudag

Exitwho.se, sem vill að Svíþjóð yfirgefi alþjóðasamtökin WHO, stækkar og stækkar. Næsta sunnudag verða mótmæli gegn WHO í Stokkhólmi.

Undirskriftasöfnunin Exitwho.se hefur safnað yfir 18.000 sænskum undirskriftum. Á rúmum mánuði hefur þeim fjölgað um ríflega 8.000 nöfn. Einn af frumkvöðlum undirskriftarsöfnunarinnar, flokkurinn MOD, skrifar á X (sjá að neðan):

„Hæ, hvað er í gangi! Núna erum við komin upp í 18.000 undirskriftir – og það eru líklega 18.000 fleiri þarna úti (að minnsta kosti) sem vita ekki einu sinni um exitwho.se framtakið!“

Ekki lengur bara spurning um heilsu

Á sunnudaginn klukkan 15:00 eru skipulögð mótmæli í Stokkhólmi. Hópurinn varar við því að fyrirhuguð heimsfaraldurslög WHO og alþjóðlegar heilbrigðisreglur ógni lýðræði og sjálfstæði þjóða. Á heimasíðu hópsins segir:

„Í dag stöndum við á sögulegum tímamótum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, sem eitt sinn var stofnuð til að efla heilsu á heimsvísu, stendur frammi fyrir víðtækum breytingum sem kunna að hafa áhrif á – ekki aðeins Svíþjóð, heldur framtíð alls heimsins sem fullvalda þjóða… Breytingarnar á grundvallarreglum WHO ógnar þeim mannréttindum sem við höfum barist fyrir, þröngvar upp á okkur lyfjum sem við samþykktum aldrei og takmarkar tjáningarfrelsið. Þetta er ekki lengur bara spurning um heilsu. Þetta er spurning um lýðræði, um frelsi og um hvað við erum sem þjóð.“

Sjá nánar hér https://exitwho.se/

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila