Yfirgnæfandi stuðningur almennra Rússa við stríðið í Úkraínu samkvæmt nýrri könnun

Samkvæmt nýrri könnun óháðu stofnunarinnar Levada Center í janúar sögðust 75% Rússa styðja aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu, eins og könnunin er orðuð. Þessi stuðningur fór niður í 72% í september, þegar tilkynning um herkvaðningu fór út og niður í 71% í desember. Í mars skömmu eftir að stríðið hófst var stuðningur Rússa við stríðið um 80%.

Eins og Katharina Buchholz hjá Statista bendir á, útskýrir rússneska ríkisstýrða fjölmiðlaumhverfið hvers vegna fylgishlutfall Pútíns eða Úkraínustríðsins getur haldist svo hátt, þrátt fyrir að landið sé nú afar jaðarsett í alþjóðasamfélaginu og þolir erfiðleika refsiaðgerða og herkvaðningar í stríðið. Þrátt fyrir að kannanir séu framkvæmdar af óháðum aðila, gætu margir Rússar enn fundið fyrir þrýstingi til að gefa jákvæða skoðun vegna kerfisins, sem þeir lifa í. Levada miðstöðin hefur í tilkynningu bent á, að þótt kannanir sýni aðeins þá hegðun sem fólk er tilbúið til að birta opinberlega, þá hefur sú hegðun í könnunum ekki breyst frá innrásinni. Sumir rannsakendur telja að stuðningur almennra Rússa sé í rauninni lægri.

Sem hluta af sömu könnun voru Rússar spurðir hvaða tilfinningar tilkynningin um herkvaðningu hefðu skapað hjá þeim. „Ótti“ var algengasta svarið, sem gefið var í öllum aldurshópum. Eldri en 40 ára eru frekar stoltir yfir Rússlandi en þeir yngri, sem nefndu sjokk sem næstalgengustu tilfinningu í tengslum við herkvaðninguna og þar á eftir kom reiði.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila