Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna: Við berjumst fyrir heimsreglunni með því að styðja Úkraínu

Mark Milley yfirhershöfðingi Bandaríkjanna segir Bandaríkjaher hafa það markmið að vernda „reglubundið skipulag“ í heiminum með því að styðja Úkraínu. Mark Milley, gegnir æðstu stöðu bandaríska hersins. Hann segir „alþjóðlegan áhuga“ vera á bak við stríðið í Úkraínu. Málið er að viðhalda því valdi og þeirri reglu, sem Bandaríkin komu á eftir seinni heimsstyrjöldina.

Bandaríkin taka áhættu á nýrri heimsstyrjöld til að „viðhalda heimsskipulaginu“

Um hvað snýst stríðið í Úkraínu eiginlega? Hvers vegna eru vestrænir leiðtogar svo harðsvíraðir á því að dæla vopnum inn í landið í stað þess að semja um frið – að því er virðist óháð því, hversu margir úkraínskir ​​hermenn deyja í stríðinu?

Skýringin er sú, að Bandaríkin vilja viðhalda hinni hefðbundnu heimsskipan, þ.e.a.s. ofurvaldi Bandaríkjanna í heiminum, sem skapaðist eftir seinni heimsstyrjöldina. Bandaríkin segja það opinskátt. Mark Milley, yfirhershöfðingi Bandaríkjahers, sagði á blaðamannafundi í síðustu viku (sjá myndband neðar á síðunni):

„Þessi barátta er ekki aðeins í þágu Úkraínu, heldur í þágu alþjóðahagsmuna til að vernda heimsregluna, sem er tilgangur okkar einkennisklæddra í hernum, sem borgaralegir leiðtogar okkar hafa sett okkur til að viðhalda þeirri alþjóðaskipan, sem var komið á fyrir um 80 árum síðan í lok seinni heimsstyrjaldarinnar.“

„Lokamarkmið okkar er ljóst: að tryggja að Úkraína verði áfram frjáls, sjálfstæð og fullvalda þjóð. Við gerum það með aðstoð öryggissveita, með vopnum og hefðbundinni aðstoð, svo Úkraína geti barist sjálf.“

Hampar víðtækum vestrænum stuðningi að baki Úkraínu

Að sögn hershöfðingjans, þá hafa Rússar þurft að greiða „gífurlega mikinn fórnarkostnað“ í stríðinu fram að þessu.

„Á hverjum degi sem þetta stríð heldur áfram, þá kostar það Rússland meira og meira og rússneska þjóðin er farin að líða.“

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að verja „reglubundna“ heimsskipan, sem byggir á þeim reglum, sem Bandaríkin hafa sett og stjórna. Hann sagði:

„Þessar grundvallarreglur standa undir hefðbundnum alþjóðarétti, sem gerir okkur öll öruggari. Tengiliðahópur okkar er trúr þessum gildum óháð útkomu einstakra styrjalda og við munum ekki hvika í stuðningi okkar við rétt Úkraínu til að verjast gagn heimsvaldastefnu Rússa.“

Að sögn Austin er víðtækur vestrænn stuðningur að baki Úkraínu.

„Við stöndum sameinuð í skuldbindingu okkar við skipan alþjóðlegrar reglu, sem tryggir öryggið í heiminum.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila