Zelenskí fær bandaríska frelsisorðu

Bandarísku öldungadeildarþingmennirnir Chris Coons t.v. og Rob Portman t. h. við Zelenskí í miðju, heimsóttu Kænugarð í síðustu viku og afhentu sjálfir forsetanum frelsisorðuna (mynd skjáskot Twitter).

Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, var sæmdur bandarísku „frelsisorðunni“ (Liberty Medal). Með verðlaununum fylgja 100.000 dollara verðlaun – peningar sem Zelenskí segist ætla að gefa í nýstofnaðan úkraínskan sjóð fyrir hermenn. Meðal fyrri verðlaunahafa má nefna Bill og Hillary Clinton auk feðganna George Bush og fyrrverandi forseti Afganistan, Hamid Karzai, sem er sakaður um spillingu.

Þjóðarmiðstöð stjórnarskrárinnar „National Consitution Center“ NCC tilkynnti um verðlaunin í ágúst og sagði þá:

„Volodymyr Zelenskí fær verðlaunin fyrir hetjulega vörn sína á frelsi andspænis harðstjórn Rússlands.“

Chris Coons öldungardeildarmaður tísti frá afhendingu orðunnar til Zelenskí:

Zelenskí, sem birtist á fyrirfram teknu myndbandi, var heiðraður við verðlaunaafhendinguna á mánudaginn í National Constitution Center NCC í Fíladelfíu. Jeffrey Rosen, forseti NCC, las heillaóskabréf frá Joe Biden forseta, með orðalaginu „til sjaldgæfs föðurlandsvinar.“ George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem stóð fyrir árásum á önnur ríki í forsetatíð sinni, flutti skilaboð á stórum skjá við athöfnina. Bush sagði Volodymyr Zelenskí vera „Winston Churchill okkar tíma.“ Bush átti frumkvæði að innrásum Bandaríkjamanna í Afganistan og Írak.

Coons öldungadeildarþingmaður lýsti því yfir Í ræðu við athöfnina á mánudagskvöldið, að Úkraína í dag „er alheimsframlína frelsis“ og sagði að Zelenskí hafi fengið orðuna „fyrir hugrekki sitt í að leiða úkraínsku þjóðina gegn siðlausri innrás Rússa.“ Zelenskí hefur fengið önnur verðlaun frá Bandaríkjunum eins og John F. Kennedy Profile in Courage verðlaunin og Ronald Reagan frelsisverðlaunin.
Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila