Segir aðild Íslands að Evrópusambandinu skynsamlegan kost

arnipallfrettaÁrni Páll Árnason fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar segir Samfylkinguna enn styðja aðild að Evrópusambandinu og að aðild sé skynsamlegur kostur fyrir Ísland. Árni sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir ástæðuna fyrir þeirri afstöðu vera þá að samfylkingarmenn sjái skýr rök fyrir því að Ísland ætti að ganga í sambandið „ við viljum að þjóðin ákveði hvort við tökum upp þráðinn að nýju í aðildarsamningaviðræðum og þar af leiðandi verði framhaldið í höndum þjóðarinnar, við sjáum skýr rök fyrir því að stíga þetta skref og að það geti orðið þjóðinni til góðs og það er ástæðan fyrir okkar afstöðu„,segir Árni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila