Síðdegisútvarpið: George Soros, völdin auðæfin og tengslin við Ísland

George Soros

Hinn umdeildi auðjöfur og spákaupmaður George Soros greindi frá því í gær að hann teldi Evrópusambandið vera að hrynja, en Útvarp Saga greindi frá málinu í gær fyrst íslenskra fjölmiðla. En hver er George Soros, fyrir hvað stendur hann og hver eru tengsl hans við Ísland? Þeirri spurningu og svörum við henni var velt upp í síðdegisútvarpinu í dag en þar ræddu þau Arnþrúður Karlsdóttir og Guðmundur Franklín Jónsson um George Soros, forsögu hans og hvers vegna hann kom með þá yfirlýsingu sem greint var frá í gær. Áður hefur Útvarp Saga greint frá tengslum hans við íslenskar fjármálastofnanir og sögufrægt kvöldverðarboð sem haldið var í New York þann 5.september 2007 þar sem verið var að fagna opnun útibús Glitnis en þar var George Soros heiðursgestur í boði Jóns Ásgeirs. Hlusta má á umfjöllun Arnþrúðar og Guðmundar um George Soros í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila