Soros varar við allsherjarhruni ESB: „Við lifum á augnabliki byltingar sem getur breyst í martröð aldarinnar“

George Soros.

Sósíalíski auðkýfingurinn George Soros varar við því í grein á Market Watch, að EU muni hrynja eins og Sovét forðum nema að aðstandendur ESB „vakni úr svefni“. Fólk í Evrópu gengur í svefni og sér ekki að ESB er að hrynja. Öfl vinveitt Evrópu verða strax að vakna – annars fer ESB á sömu leið og Sovét. „Hvorki leiðtogar okkar eða venjulegir meðborgarar virðast skilja að við upplifum augnablik byltingar með mörgum möguleikum sem  þannig getur gefið óvissa útkomu“ skrifar Soros. „Á langri og afdrifaríkri ævi hef ég orðið vitni að mörgum tímabilum með því sem ég kalla róttæku ójafnrétti. Við lifum á slíkum tíma í dag„. Samkvæmt Soros getur þróunin leitt til byltingar.

Soros er æfur yfir þjóðernisflokkum sem gagnrýna ESB og verstur er sá hópur á ESB-þinginu sem leyfir flokki Viktor Orbáns að vera með, þeir eru „verstu svikararnir.“ Auðkýfingurinn vinnur öllum höndum að reyna að eyðileggja niðurstöðu Brexit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Bretlandi og vill láta kjósa upp á nýtt. Soros segir að valdhafar í heiminum verði að skilja, að stjórnmálin snúist ekki lengur um verkafólk gegn kapítalistum heldur með eða á móti ESB og glóbalismanum. Valdhafar verði að skilja þetta til þess að geta unnið. Soros skrifar að allir unnendur ESB verði að vakna og „verja“ grundvallarsjónarmið ESB. „Annars getur draumurinn um sameinaða Evrópu orðið martröð aldarinnar“.  Sjá nánar hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila