2700 dæmdir glæpamenn ganga lausir vegna yfirfullra fangelsa í Svíþjóð – „100 daga biðlisti“

Johan Ringhammar segir yfirvöld ekki hafa undan að byggja ný fangelsi vegna mikillar aukningar dæmdra glæpamanna í Svíþjóð

Útvarp Saga greindi nýlega frá hrottalegri árás á tvo unga drengi sem voru rændir, þeim misþyrmt og nauðgað í heila nótt og reynt að grafa þá lifandi á kirkjugarði í Stokkhólmi. Lögreglunni tókst fljótt að handsama ódæðismennina og var annar þeirra 21 árs gamall maður frá Íran þegar dæmdur fyrir morðíkveikju og átti að vera í fangelsi. Ástæðan fyrir því að hann gekk laus og gat haldið áfram með hrottafengin afbrot var sú að sænsk fangelsi eru yfirfull og ekki lengur til pláss fyrir dæmda afbrotamenn.

Nýlega tilkynntu yfirvöld að 50 daga bið til framkvæmdar fangelsisdóma hefði verið lengd upp í 100 daga. Verða yfirvöld að meta líkur á hverjir eru líklegri en aðrir til að fremja glæpi gangi þeir lausir og er þá forgangsraðað á „biðlista.“ Glæpum fjölgar, dæmdum fjölgar og eru öll fangelsi í Svíþjóð yfirfull og ekki haft undan að byggja ný fangelsi til að taka við öllum glæpamönnunum.

Johan Ringhammar deildarstjóri hjá fangelsisyfirvöldum segir í viðtali við sænska sjónvarpið að lenging frá 50 upp í 100 daga sem sá dæmdi hefur á sér áður en dómur er framkvæmdur „sé einungis vegna yfirfullra fangelsa. Það er að sjálfsögðu bundið vandkvæðum að auka tímamörkin og við munum hætta við það svo fljótt sem kostur er en eins og ástandið er núna sjáum við enga aðra möguleika.“

Sænska sjónvarpið kannaði fjölda einstaklinga sem ganga lausir þrátt fyrir dóm og sýndi sig að 2 696 bíða eftir afplánun dóma. Joakim Righammar segir að ástandið sé alvarlegt. „Það streyma til okkar dæmdir einstaklingar til að afplána fangelsisdóma í langtum meira mæli en fyrir nokkrum árum síðan. Við byggjum ný fangelsi, höfum bætt við 700 plássum síðustu tvö árin en það dugar ekki til.“

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila