ADHD oft mistúlkað sem einhvers konar leti

Það er oft sem þeir sem haldnir eru ADHD sem er skammstöfunin yfir (Attention Deficit Hyperactivity Disorder) eru taldir vera latir af því þeir vilji oft fresta hlutum en það er algerlega röng túlkun á því ástandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Önnu Töru Andrésdóttur doktorsnema í heila og hugarstarfsemi og hegðun við háskólann í Barcelona í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur.

Anna tara byrjaði á að útskýra fyrir hlustendum muninn á líðan þeirra sem eru með ADHD og hinna sem eru ekki með það og tók dæmi.

„ef þú ert til dæmis að lesa bók þá upplifirðu ákveðna fullnægju á meðan þeir sem eru með ADHD fer að leiðast og fara að gera eitthvað annað samtímis eins og að vera í símanum, þetta snýst um að þeir sem eru með ADHD eru ekki með eins mikla dópamínframleiðslu í heilanum og þurfa því meiri örvun til þess að leiðast ekki“ segir Anna.

Þá segir að hægt sé einnig að taka annað dæmi með barn í skóla sem er að hlusta á kennarann en fer að leiðast og fer jafnvel að teikna á sama tíma til þess að fá meiri örvun.

„svo er þessi nemandi jafnvel rekinn út úr tíma fyrir að hafa ekki verið að fylgjast nógu vel með þó sannleikurinn hafi verið sá að hann var að gera þetta til þess einmitt að geta fylgst betur með og einmitt þess vegna er alltaf betra að vita um þessa hluti“ segir Anna.

Einkenni hjá fullorðnum eru oft öðruvísi og koma út oft eins og nokkurs konar frestunarárátta og þá er hætta á að viðkomandi sé jafnvel talinn latur þó svo það sé alls ekki svo.

„það sem maður tekur meira eftir hjá fullorðnum það er að þeir eiga erfitt með að koma hlutum í verk og að geta klárað það sem maður ætlar sér þegar maður ætlar sér það, þetta er oft mistúlkað sem leti en þetta er ekki leti, fyrir aðra þá geta þeir byrjað á hlutum af því þeir eru mikilvægir en fyrir fólk með ADHD er það ekki þannig því þeir geta byrjað á ákveðnum verkefnum ef það er gert til dæmis daginn fyrir próf en ekki endilega viku fyrr og það er ekki vegna þess að það sé svona mikil leti að þú byrjir ekki viku fyrr því þú getur verið að reyna og reyna en kemst bara ekkert af stað því það er taugafræðilegt“ segir Anna.

Hún segir að þegar ákveðin pressa sé sköpuð þá geti það hjálpað til dæmis ef viðkomandi ætlar eitthvað út og ætlar að skella sér í sturtu áður þá myndi viðkomandi reyna að fresta því en ef viðkomandi væri kannski að fara út til að hitta vin eða eitthvað slíkt myndi það pressa á að viðkomandi frestaði ekki sturtunni áður en farið væri út.

Í október er vitundarmánuður fólks með ADHD og munu ADHD samtökin standa fyrir ýmsum viðburðum til þess að vekja athygli á málefnum fólks með ADHD en gera má ráð fyrir að hátt í 20.000 Íslendingar sé með greint og ógreint ADHD. Á fimmtudaginn næstkomandi verður haldið málþing á Grand Hótel á vegum ADHD samtakanna frá kl.13:00 – 16:00 þar sem meðal annars Anna Tara heldur erindi. Smelltu hér til þess að skrá þig á málþingið.

Dagskrá málþingsins

13:00 – 13:10 Setning málþings  
  Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga
   
13:10 – 13:20 Ávarp  
  Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna
   
13:20 – 13:30 Afhending Hvatningarverðlauna 
    
13:30 – 14:10 ADHD er ekki til  
  Haraldur Erlendsson geðlæknir 
   
14:10 – 14:50 Viljum við betra líf? Um verndandi áhrif greininga, meðferðar og lyfja vegna ADHD 
  Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi
   
14:50 – 15:10 KAFFIHLÉ
   
15:10 – 15:40  Geðheilsuteymi ADHD fullorðinna
   Elvar Daníelsson yfirlæknir 
   
15:40 – 15:50 Reynslusaga
  Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir alþingismaður
   
15:50 – 16:00 Samantekt og málþingsslit

Málþingsstjóri er Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila