Ætla að ráðstafa fjármunum borgarinnar betur í þágu borgarbúa

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í Reykjavík og fyrrverandi þingmaður.

Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að að ráðstafa fjármunum borgarinnar svo hann nýtist betur í þágu þeirra sem búa í borginni komist hann til valda. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vigdísar Hauksdóttur oddvita Miðflokksins í Reykjavík í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Vigdís segir að það þurfi ekki að koma neinum á óvart að flokkurinn vilji taka á fjármálum borgarinnar og endurskipuleggja þau. Þá ætlar flokkurinn að setja á svokallað ráðningastopp sem þýðir að ekki verði ráðið í þær stöður hjá borginni sem losna af, þetta gildi þó ekki um skólakerfið “ þar viljum við gefa í og efla skólana, ég tel líka að það þurfi að endurskoða allt skólastarf í borginni, þetta er allt saman mjög skrítið, til dæmis þegar kemur að skóla án aðgreiningar, það er keyrð upp hér einhver skólastefna og svo sitjum við uppi með kerfi sem virkar ekki, það koma hérna börn illa menntuð úr skólunum og það sýnir auðvitað að hér er eitthvað að„,segir Vigdís. Þá fór Vigdís yfir fleiri stefnumál flokksins í borginni en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila