Afmælisgleði á Útvarpi Sögu með Magnúsi og Hjördísi Geirs

Það var líf og fjör í þættinum Gömlu góðu lögin í dag en þar var gestur Magnúsar Magnússonar engin önnur en hin ástsæla söngkona Hjördís Geirs sem á dögunum fagnaði áttatíu ára afmæli sínu með prompi og prakt og hélt risa tónlistar afmlisveislu í Salnum í Kópavogi. Hjördís Geirs hefur starfað í tónlistarbransanum á Íslandi sleitulaust í 65 ár og er enn að.

Hjördís steig fyrst á svið árið 1959 með Hljómsveit Gissurar Geirs og hefur verið að síðan þá, sungið með hinum ýmsu hjlómsveitum, stjórnað sinni eigin, starfað sem skemmtanastýra á Spáni og skemmt um allt land.

Í þættinum voru rifjaðar upp gamlar og góðar perlur með Hjördísi og að sjálfsögðu rifjaðar upp skemmtilegar sögur af ferlinum.

Útvarp Saga óskar Hjördísi Geirs innilega til hamingju með árin 80 og allar stórkostlegu samverustundirnar á Útvarpi Sögu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila