Afnám skyldu Landsvirkjunar að tryggja raforkuöryggi meðal ástæðna fyrir orkuskorti

Ein af þeim ástæðum sem valda raforkuskortinum er sú skylda Landsvirkunar að tryggja nægilega raforku var afnumin árið 2003. og þá hefur umræðan um leka á milli markaða blandast stærri umræðu sem er sú hversu mikið eigi að virkja. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóhanns Páls Jóhannssonar í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Fólk skiptist í tvo hópa í raforkumálinu

Jóhann segir að ekki bæti úr skák að svo skiptist menn í fylkingar sem eru á þá leið að annar hópurinn haldi því fram að ekkert þurfi að virkja og næg orka sé til á meðan hinn hópurinn sé þeirrar skoðunar að virkja eigi helst hverja einustu sprænu í landinu. Þarna séu í raun tvö lið í nokkurs konar öskurkeppni og segir Jóhann Páll að skynsama leiðin liggi þarna einhvers staðar á milli.

Raforkustefnan er pólitískt úrlausnarefni

Málið sé pólitískt úrlausnarefni um hversu mikið menn vilji nýta af orku og hversu mikið eigi að framleiða af grænni orku og í hvað eigi að nýta orkuna. Þá sé þetta spurningin um hvort Ísland vilji ekki taka forsutsuna í því að skapa háframleiðnistörf í tengslum við vistvænan útflutningsiðnað og orkuskiptin. Þetta snúist um atvinnustefnu fyrir Ísland og hvers konar greinar veðja eigi á.

Samfylkingin vill að Landsvirkjun verði áfram í eigu þjóðarinnar

Aðspurður um hvar Samfylkingin standi gagnvart eigendastefnu Landsvirkjunar segir Jóhann Páll að Samfylkingin vilji að Landsvirkjun verði og eigi að vera í eigu þjóðarinnar. Hann bendir á að þegar Samfylking sat síðast í ríkisstjórn hafi verið sett lög um rammaáætlun sem séu leikreglur um hvað eigi að virkja og hvað eigi að vernda. Slíkar tillögur um rammaáætlanir ætti að leggja fyrir þingið á fjögurra ára fresti. Nú hafi það hins vegar gerst að níu ár liðu án þess að ný rammaáætlun hafi verið samþykkt. Arnþrúður bendir á að það sem gerst hafi í millitíðinni sé að orkupakki 3 hafi verið samþykktur. Aðspurður um hversu mikil áhrif orkupakki 3 hafi á þá skortstöðu sem nú er, hugmyndir um vindmyllur og áhrif á verðlag segir Jóhann að hann telji að orkupakkinn hafi ekki haft áhrif á orkuójafnvægið heldur þvert á móti gefi orkupakkinn ríkjunum heimildir til þess að leggja á alþjónustuskyldur. Það sé frekar stjórnkerfinu og ríkisstjórninni að kenna að hafa ekki fylgt málinu eftir.

Aðspurður um hvort það sé ríkisstjórnin sem sé að skapa þá skortstöðu sem upp sé komin segir Jóhann að búið sé í raun að ofselja orku þannig að seld hafi verið meiri orka en landið geti staðið undir að framleiða.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila