Afskaplega vond þróun að dómstóll götunnar veður uppi og fjölmiðlar kyndi undir

Refsigleði dómstóls götunnar sem veður uppi og fjölmiðlar sem kynda svo undir öllu saman er afskaplega vond þróun og þar verða menn að spyrna við fótum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gústafs Níelssonar sagnfræðings í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Gústaf segir að dómstóll götunnar hafi orðið til þess að nú séu ekki nema allta hörðustu menn sem þori að láta skoðun sína í ljós og mikið beri á því að fólk ritskoði sjálft sig af ótta við afleiðingarnar.

„við verðum að gæta okkur á þessu því tjáningarfrelsið er alger grundvöllur hins frjálsa og lýðræðislega réttarríkis og ef þú ert sviptur tjáningarfrelsinu og ferð bara að ritskoða sjálfan þig þá erum við komin á miklar villigötur“

Minnihlutahópar að grafa undan eigin tilveru

Hann segir athyglisvert að minnihlutahópar sem úthrópi að aðrir fari fram með hatursorðræðu og heimti að tjáningarfrelsi þeirra verði skert, því ef ekki væri fyrir tjáningarfrelsið væru réttindi þessara minnihlutahópa ekki tryggð.

„var það ekki Churchill sem sagði að fasistar framtíðarinnar munu kalla sig andfasista? , það er þetta fólk sem hamast mest gegn tjáningarfrelsinu sem hefur getað flutt mál sitt vegna þess að við búum í opnu frjálslegu réttarríki og það er engum sem dettur í hug að kæfa þá umræðu, en talandi um hatursorðræðu þá held ég að menn ættu nú að fletta upp í gömlum Þjóðviljum og sjá hvernig orðfærið var hér í pólitíkinni áður fyrr, það var nú enginn afsláttur veittur á stóryrðunum þar“segir Gústaf og bætir við að hann sjálfur hafi mátt sæta því að vera kallaður öllum illum nöfnum á samfélagsmiðlum.

Fólki mismunað þegar kemur að vernd gegn hatursorðræðu

Arnþrúður benti á að nú væri starfandi nefnd á vegum forsætisráðherra sem taka ætli á hatursorðræðu og að nefndin byggi vinnu sína á ábendingum frá almenningi.

„þá gildir það bara fyrir suma, það er bara hægt að vernda suma en ekki aðra, eins og í þínu dæmi þegar þú ert kallaður öllum illum nöfnum á Facebook, það myndi ekki þýða neitt fyrir þig að reyna að koma með ábendingar og leita réttar þíns, þetta er dæmi um hvernig fólki er mismunað og hvert við erum komin í bullinu“segir Arnþrúður.

Ýmsar vitleysur sem fara á sjálfstýringu í pólitíkinni

Þá er réttrúnaðinn víða að finna og nefnir Gústaf loftslagsmálin sem dæmi um það og hvernig ýmsar vitleysur lendi á sjálfstýringu í pólitíkinni. Til dæmis þegar kemur að aðförinni að bændum í Hollandi.

„þetta kemur mér ekkert á óvart því þetta er partur af þessum loftslagsrétttrúnaði sem á sér stað, það eru ýmsar vitleysur sem lenda á sjálfstýringu í pólitíkinni og loftslagsvandinn er hluti af því, það er nefnilega í raun og veru enginn loftslagsvandi, þetta er bara framleitt af pólitíkinni, þetta er bara rétt eins og með Borgarlínuna í Reykjavík, þetta er bara delluhugmynd sem kemst á sjálfstýringu og það hefur enginn þorað að gagnrýna það nema bara eftirlauna verkfræðingar því það getur enginn rekið þá úr vinnunni, þetta var líka svona með Landspítalann sem var troðið niður við Hringbraut, þetta var bara delluhugmynd á sjálfsstýringu, en svona er þetta víða og svo er stjórnmálamönnunum kúplað út fyrir sérfræðinga sem fá bara að ráða algjörlega ferðinni, því miður“ segir Gústaf.

Andstaða við hvalveiðar gott dæmi um vitleysuna

Gústaf segir andstöðu við hvalveiðar vera enn eitt gott dæmið um þá dellu sem tröllríði öllu

„þá fara meginstraumsfjölmiðlar af stað og allt fer á hliðina af því menn ætla að fara að veiða langreyðar“

Arnþrúður að sama fólkið og gagnrýni hvalveiðar sé hlynnt fóstureyðingum fram að fæðingu

„þarna sjáiði hvaða geggjun er í gangi“ segir Arnþrúður.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila