Ágúst Bjarni: Áttum von á því að Seðlabankinn myndi lækka vexti

Þegar rýnt er í hvernig bankarnir hafa talað og þá kjarasamninga sem eru í anda þess sem Seðlabankinn hefur verið að kalla eftir áttu flestir von á að Seðlabankinn myndi lækka vexti sem ekki gerðist og eru viss vonbrigði. Þetta segir Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags-og viðskiptanefndar alþingis en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ágúst segir að það sé alveg skýrt að stærsta kjarabótin fyrir heimilin væri sú ef að vextir yrðu lækkaðir. En þrátt fyrir þau vonbrigði að Seðlabankinn hafi ekki lækkað vexti eins og vonast var til þá sé líklega ástæða til að horfa jákvæðum augum til næstu mánuða. Því eins og seðlabankastjóri hafi talað að undanförnu megi fastlega búast við að framundan sé tímabil þar sem þjóðin muni fara að sjá vexti fara lækkandi.

Fjármögnum kjarasamninga hefur áhrif á verðbólgu

Arnþrúður benti á að uppi séu efasemdir um að vaxtalækkanir séu ekki endilega ávísun á verðbólguhjöðnun vegna þess að í kjarasamningunum séu ákvæði um hækkun barnabóta auk ákvæði um fríar skólamáltíðir sem mörg sveitarfélög telji sig ekki ráða við. Ágúst Bjarni segist ekki telja að sveitarfélög ráði ekki við fríar skólamáltíðir. Hann hafi reynslu af því sem sveitarstjórnarmaður í Hafnarfirði þar sem unnið hefur verið að því að bjóða upp á fríar skólamáltíðir. Nú sé ríkið að stíga þarna inn í og ætlar að greiða 2/3 og segir Ágúst Bjarni að um sé að ræða aðgerð sem sé ódýrari en menn almennt haldi.

Hlusta má á nánari umfjöllun um málið sem og húsnæðismálin í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila