Ágúst Bjarni: Mikilvægt að fara yfir öll samskipti í aðdraganda kaupa Landsbankans á TM

Það sem er mikilvægast nú er að fara yfir öll samskipti stjórnar Landsbankans við Bankasýsluna því það ljóta að hafa átt sér stað einhver samskipti. Þetta segir Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Ágúst segir aðspurður um til hvers Bankasýsla ríkisins sé ef hún hefur ekki verið meðvituð um kaupin eða gert athugasemdir og hvort það sé ekki þá betra að leggja hana niður segir Ágúst Bjarni að það sé frumvarp þess efnis sem liggi fyrir en það sé önnur saga. Fyrst og fremst þurfi að varpa ljósi á öll þau samskipti sem kunna að hafa átt sér stað í aðdraganda kaupanna svo hægt sé að átta sig á hvað þarna hafi gerst.

Framsóknarflokkurinn vill ekki selja Landsbankann

Hann segir sjálfur að hann sé ekki spenntur fyrir því að banki eða fjármálafyrirtæki í eigu almennings sé að kaupa upp fyrirtæki á almennum markaði því það sé einfaldlega ekki góð þróun. Það sé stefna Framsóknarflokksins að selja ekki Landsbankann. Það sé svo annað mál að líklega hafi stjórnendur bankans séð í þessu tækifæri og einhverja samlegð á milli bankastarfsemi og tryggingarstarfsemi. Eða jafnvel séð þarna tækifæri til að hagræða hjá sér og gera bankann samkeppnishæfari við aðra banka. Það sé hins vegar mjög vont ef stjórnmálamenn séu farnir að skipta sér af daglegum rekstri bankans en geti hins vegar haft á því skoðanir hvernig hlutirnir þróast.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila