Algjörlega óboðlegt að sjúklingar liggi inni á salernum sjúkrahúsa

Dr. Ólafur Ísleifsson þingmaður Flokks fólksins.

Það er algjörlega óboðlegt að sjúklingar liggi inni á salernum Landspítalans, hvað þá þegar um er að ræða sjúklinga á tíræðisaldri. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli dr. Ólafs Ísleifssonar þingmanns Flokks fólksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonarþ Ólafur segir málið vekja upp spurningar um stjórnunarvanda innan spítalans „ og heilbrigðisráðherra hlýtur að setja sig í samband við stjórnendur og krefjast svara um þetta mál, það er bara ekki hægt að sætta sig við að svona sé komið fram við fólk, maður hlýtur að spyrja sig hvers vegna fólki sé boðið upp á svo niðurlægjandi aðstæður, ég geri þá kröfu að gerð verði nákvæm greining á því sem þarna gerðist„. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila