„Allt tal um feðraveldi er glórulaus vitleysa“

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari.

Feðraveldi er hugtak á einhverjum óskilgreindum hópi sem enginn veit í raun hvað er og er í raun bara glórulaus vitleysa. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns og fyrrverandi Hæstaréttaréttardómara í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Jón Steinar segir að ákveðinn hópur hafi af einhverjum ástæðum vera einhvers konar fulltrúi hins meinta feðraveldis “ mér er það ljóst að ég er talinn einhvers konar fulltrúi þessa feðraveldis og mér er það ljóst að það er eitthvað sem er slæmt, ég veit að vísu ekki alveg hvað ég á að hafa gert sem kallar á fordæmingu að þessu leyti, en þá kem ég að punktinum, hugsum okkur nú að ég sé sakaður um að vera feðraveldismaður og myndi vilja hlusta hvað fólk hefði út á mig að setja og taka til mín þá gagnrýni sem setti mig í þessa stöðu, hvað á ég þá að gera?, á ég að bæta hegðun mína og á hvaða hátt? ég fæ engar vísbendingar um það, heldur er bara sagt að ég sé fulltrúi feðraveldisins sem er óskilgreindur hópur og skiptir engu hverju ég breyti, ég segi að þetta er auðvitað glórulaus vitleysa, þetta er einhver vinstrimennska, eitthvað fólk sem svona þyrlar upp einhverri hóphyggju og ég segi bara, það ber hver ábyrgð á sjálfum sér„,segir Jón Steinar. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila