Almenningur dofinn gagnvart söfnun og hagnýtingu persónuupplýsinga

guðmundurkjartansGuðmundur Kjartansson hagfræðingur segir almenning almennt ekki meðvitaðan um þær upplýsingar sem safnað er um fólk í ýmsum tilgangi og í raun sé hægt að kortleggja líf einstaklinga með mjög nákvæmum hætti með þeim upplýsingum sem safnað er. Guðmundur sem var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar í morgunútvarpinu í morgun bendir á að fyrirtæki og einstaklingar versli með slíkar upplýsingar og því nauðsynlegt að fólk sé meðvitað um slíka upplýsingasöfnun því hún sé notuð í markaðslegum tilgangi „ þessar upplýsingar ganga kaupum og sölum milli einstaklinga og fyrirtækja á hverjum einasta degi, ef þú vilt selja læknum til dæmis eða löggildum endurskoðendum eitthvað þá geturðu farið og fengið upplýsingar um hvar þeir búa og í hvað þeir eyða sínum peningum þessir hópar og sent þeim síðan snyrtilegt bréf þar sem þú ert að bjóða þeim garðslátt, málningu eða nýjan bíl„,segir Guðmundur.

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila