„Almenningur hefur engan áhuga á Evrópusambandinu“

gustafnielsson-003Gústaf Níelsson sagnfræðingur og fyrrverandi frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar segist ekki telja að möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu verði að kosningamáli í aðdraganda þingkosninganna þar sem enginn áhugi sé til staðar hjá þjóðinni fyrir málinu. Gústaf sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í vikunni bendir á að slakt gengi Samfylkingarinnar sé gott dæmi um að umræður um inngöngu Íslands í ESB á ekki upp á pallborðið hjá íslendingum “ almenningur hefur bara engan áhuga á Evrópusambandinu og almenningur skilur það að það var eins gott að við sátum ekki uppi með evru sem gjaldmiðil þegar hrunið varð„,segir Gústaf.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila