Amma lagði grunninn að skákferlinum

Helgi Áss Grétarsson stórmeistari í skák og fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var gestur Kristjáns Arnar Elíassonar í þætti hans Við skákborðið á Útvarpi Sögu í dag. Helgi Áss varð heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri aðeins 17 ára gamall árið 1994. Í þættinum ræddi Helgi meðal annars um undirbúning sinn og sigur í nýafstöðnu sterku skákmóti sem kennt er við Fulltingi lögmannsstofu en teflt var í Garðabæ. Helgi segir að skákferill hans hafi í raun hafist með því að amma hans hafi kennt honum mannganginn þegar hann var ekki nema fimm ára gamall – en Helgi kemur af mikilli skákfjölskyldu.

Helgi segist mikill keppnismaður í öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur en hann hafi þó róast með árunum. Hann segir að þegar maður láti keppnisskapið ráða ferð gleymist það oftar en ekki að rækta manneskjuna í sjálfum sér – það sé hans mat að til þess að búa yfir eldi og úthaldi þurfi maður að kynnast sjálfum sér og rækta vel.

„keppnisskapið kemur alltaf upp því auðvitað vill maður ná árangri og þegar maður setur of mikla pressu á sjálfan sig þá getur það verið svolítið yfirþyrmandi og leiðinlegt til lengdar…“

„Skákin hefur gefið mér mjög mikið á margan hátt og eitt af því sem mér fannst hún gefa mér er þetta grunneðli frá því að ég var smápolli – og það er að berjast,“ segir Helgi Áss Grétarsson stórmeistari skák.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila