Arnar Þór: Gera þarf hagsmunamat í orkumálum

Það væri rétt að framkvæmt yrði eins konar hagsmunamat þegar kemur að orkumálum. Í slíku hagsmunamati væri hægt að meta hvort betra væri að nýta vatnsorku til framleiðslu á grænni orku eða hvort hafa ætti þessi má í óbreyttri mynd þar sem dísilvélar eru ræstar með tilheyrandi mengun. Þetta segir Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi og lögmaður en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Arnar Þór segir að á ferðum sínum um Vestfirði á dögunum hafi hann rætt við fólk sem vilji virkja bæjarlæki en það taki heil fimm ár að reyna að fá leyfi til þess sem svo sé jafnvel hafnað. Á meðan sé fólk sem vilji nota rafbíla en þurfi að hlaða þá með dísilrafstöðvum.

Nauðsynlegt að fólk fái að nýta gæði landsins til smávirkjunar

Arnar Þór segir það afar undarlegt að það sé verið að girða fyrir að fólk geti virkjað til þess að geta framleitt þá góðu grænu orku sem við getum framleitt mjög mikið af. Þarna sé verið að loka fyrir að fólk geti nýtt sér þau miklu gæði sem landið býr yfir og um leið verið að menga umhverfið. Því megi segja að náttúruverndin sé orðin mjög öfugsnúin.

Verið að tefja Hvammsvirkjun

Hann segir að það læðist að honum grunur um að verið sé að tefja viljandi fyrir því að koma Hvammsvirkjun af stað með því að kæra málið til dómstóla. Hann segir að réttast væri að þeir sem séu á móti því að virkja verði að svara því hvers vegna þeir vilji búa til orkuskort í landinu.

Hlusta má á ítarlegri umræður í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila