Arnar Þór: Ísland er breytast í bananalýðveldi

Það er komið að ákveðinni ögurstundu í sögu lýðveldisins og það var alveg örugglega ekki bananalýðveldi sem menn sáu fyrir sér að Ísland myndi þróast út í að verða en því miður er þróunin í dag í þá átt. Verið sé að búa til valdaelítu sem lítur niður á allan almenning. Þetta sagði Arnar Þór Jónsson lögmaður og forsetaframbjóðandi í þætti Péturs Gunnlaugssonar í dag.

Arnar Þór segir að hér sé spillingin að grafa um sig innan stjórnmálanna. Leikrit séu sett á svið þegar menn þykjast axla ábyrgð og þeir varla farnir úr embætti þegar þeir séu komnir þangað aftur. Þá séu samgróningar á milli stjórnmálaflokkanna sem tryggi hagsmuni hvers annars í stað þess að ganga erinda kjósenda sinna. Þá séu einnig samgróningar milli flokkanna og fjölmiðla sem geri það að verkum að orðin sé til valdaelíta á Íslandi sem líti jafnvel svo á að almenningur í landinu sé orðinn að vandamáli.

Mjög mikilvægt að forseti virkji beint lýðræði

Arnar þór segir að stjórnmálin séu farin að snúast um að þeir sem séu valdamestir í flokkunum eða séu hinum valdamestu þóknanlegir séu þeir sem eigi að fá að sitja við kjötkatlana en almenningi sé ætlað að greiða skatta, þegja og hlýða. Hann segir þegar fulltrúalýðræðið bregst almenningi á þennan hátt þá eigi Íslendingar að leggja meiri áherslu á að innleiða beint lýðræði.

Arnar Þór segir að ef Íslendingum beri gæfa til þess að velja í embætti forseta, mann eða konu, sem vilja beint lýðræðið væri það mjög til góðs fyrir þjóðina.

Hlusta má á ítarlegri umræðu um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila