Arnþrúður og Útvarp Saga unnu fullnaðarsigur gegn Reyni Traustasyni í Landsrétti.

Reynir Traustason og Arnþrúður Karlsdóttir. mbl.is/Samsett mynd

Í dóminum segir að stefndi ( Reynir) sé þjóðþekktur maður sem starfað hefur sem blaðamaður og ritstjóri í tæp 30 ár. Hann hafi verið áberandi í störfum sínum og hafi hann og fjölmiðlar undir hans stjórn ekki veigrað sér við að fjalla með hvössum og gagnrýnum hætti um menn og málefni líðandi stundar  Fyrir liggur að stefnda ( Reyni) hefur ítrekað verið stefnt fyrir ærumeiðingar og var stefndi með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 16. desember 2013 í mái nr. E-220/2013 dæmdur til að greiðslu miskabóta fyrir ærumeiðandi aðdróttanir.

Jafnframt segir í dómnum að skv. framsögðu verði ekki talið að ummæli Arnþrúðar hafi verið tilefnislaus með öllu eða úr lausu lofti gripin. Arnþrúður Karlsdóttir og Útvarp Saga sýknuð af öllum kröfum Reynis Traustasonar.

Í dómnum eru rakin ummæli Arnþrúðar sem Reynir taldi vera ærumeiðandi ummæli um sig en þau voru: “  Sjáðu bara eins og ..stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á samviskunni? Bæði sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar“ og “ Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“

Einnig sagði Arnþrúður “ ég er að reyna að sjá þetta heildstætt að hvar þjóðin er stödd mitt í þessari orðræðu og hvernig í ósköpunum það má vera að það hefi verið látið viðgangast allt það sem sagt er og öll sú orðræða sem á sér stað inni á netmiðlum og athugasemdakerfunum. Netmiðlarnir sem slíkir, DV, Vísir og Stundin hafa átt það sammerkt að þeir eru eins og sko, þeir bara taka fyrir fólk það sem þeim dettur í huga og síðan treysta þeir því að athugasemdakerfið sjái um að afgreiða líf fólks eftir það. Athugasemdakerfið sér um það. Það er ormagryfja.

Landsdómur var einróma sammála um að þessi ummæli og framangreind málefni ættu erindi til almennings og sé hluti af mikilvægri þjóðfélagsumræðu.

Dómarar Landsréttar alls 3 voru einróma sammála un niðurstöðu þessa dóms.

Dóminn í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila