Ásmundur Friðriks: Seðlabankinn hefði átt að lækka vexti

Seðlabankinn hefði átt að lækka vexti við síðustu vaxtaákvörðun í stað þess að halda þeim óbreyttum, sér í lagi vegna þess að búið var að klára stóran hluta kjarasamninga og gera það sem Seðlabankastjóri hafði bent á að þyfti að gera til þess að hægt væri að lækka vexti. Þetta segir Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Ásmundur segir að hann hafi orðið fyrir talsverðum vonbrigðum með seðlabankastjóra vegna ákvörðunarinnar og hafði trú á því að hann myndi taka tillit til þess að aðstæður hefðu breyst til hins betra í samfélaginu.

Hefur ekki trú á samsæriskenningum

Aðspurður um hvaðan sú stefna komi að hækka stöðugt vexti og hvort það séu þau skilaboð sem Seðlabankinn fái frá Seðlabanka Evrópu sem hvetur aðra seðlabanka til að hækka vexti en sem þrengir mjög að almenningi. Segir Ásmundur að hann hafi ekki trú á því og það séu einhvers konar samsæriskenningar.

Varnarkerfi kerfisins að kalla gagnrýni samsæriskenningar

Arnþrúður benti á að Joseph Stiglitz hagfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi hafi lýst því að svona gerðust kaupin á eyrinni og því ekki um neinar samsæriskenningar að ræða. Það sé hin vegar varnarkerfi stjórnvalda að grípa til orðtaksins samsæriskenningar til þess að sleppa við umræðuna.

Ráðamenn ekki sammála Stiglitz

Ásmundur segir að það sé með hagfræðina eins og lögfræðina að þetta sé einhvers konar listgrein og hægt sé að snúa lögum á ýmsan máta og það sé eins með peningastjórnunina og mönnum sé sagt að það sé glórulaust að hækka vexti því það muni hafa þveröfug áhrif eins og Stiglitz segir á meðan ráðamenn segja að hækkun vaxta sé eina leiðin til þess að taka á verðbólgunni.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila