Ásmundur Friðriksson: Kanna ætti bakland hælisleitenda áður en við veitum þeim dvalarleyfi

Gestur Arnþrúðar Karlsdóttur útvarpsstjóra og Péturs Gunnlaugssonar í Síðdegisútvarpinu að þessu sinni var Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Það kom fram í þættinum að hann hafi haft aðra stefnu í orkumálum og málefnum útlendinga en meirihluti þingsins hafði á sínum tíma. Ásmundur greiddi atkvæði gegn orkupakka 3 og var eini Sjálfstæðismaðurinn sem það gerði.

Ásmundur setti fram þá skoðun að kanna ætti bakland hælisleitenda til þess að fá vitneskju og nauðsynlegar upplýsingar um þá áður en þeim yrði veitt dvalarleyfi.

Hann bendir á að þegar hann var að byrja í þinginu árið 2013 þá nam kostnaðurinn vegna málefna útlendinga 480 milljónum króna en núna í dag sé þessi kostnaður 20 milljarðar króna að lágmarki.

Þessi mikli straumur útlendinga til Íslands hafi haft alvarleg áhrif á kennslu í sumum grunnskólum. Erlendu börnin kunni ekki íslensku, kennarar kunni heldur ekki tungumál þeirra og það vanti kennsluefni við hæfi. Þetta hafi leitt til þess að íslensku börnin fá ekki þann tíma, athygli og aðstoð sem þau nauðsynlega þurfa til að dragast ekki aftur úr jafnöldum sínum í náminu.

Hlusta má á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan:

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila