Ástþór: Segir Morgunblaðið og Stöð 2 brjóta gegn lýðræðinu

Morgunblaðið og Stöð 2 brjóta gegn lýðræðinu á sama tíma og þessir sömu fjölmiðlar fá á annað hundrað milljónir frá hinu opinbera til þess að styðja við lýðræðislega umræðu. Þetta geri fjölmiðlarnir með því að mismuna forsetaframbjóðendum á forsendum skoðanakannana sem dæmi eru um að séu ekki einu sinni tilbúnar. Þetta segir Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 200 en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ástþór segir að nú sé Stöð 2 að raða upp í umfjöllun hjá sér og ætli aðeins að ræða við þá frambjóðendur sem mælist hvað hæst í könnunum Maskínu sem ekki séu áreiðanlegar bæði þar sem hægt sé að stýra niðurstöðum þeirra og þá hafi til dæmis Gallup bein tengsl inn í framboð Katrínar Jakobsdóttur. Þá sé Morgunblaðið í hringferð með aðeins hluta frambjóðenda sem valdir voru samkvæmt fylgi þeirra í könnunum.

Fjölmiðlanefnd hefur gefið út leiðbeiningar fyrir fjölmiðla

Ástþór bendir á að Fjölmiðlanefnd hafi gefið út leiðbeiningar til fjölmiðla varðandi kosningaumfjöllun og þar sé sérstaklega bent á að gæta þurfi jafnræðis meðal framboða. Það sé hins vegar ekki gert og segir Ástþór að bæði Morgunblaðið og Stöð 2 séu að misnota það fé sem fjölmiðlarnir fá beinlínis undir þeim formerkjum að með því fé eigi þeir að styrkja lýðræðislega umræðu. Það sé mat Ástþórs að þar sem verið sé að hampa sumum frambjóðendum umfram aðra eigi Stöð2 og Morgunblaðið að skila þessum styrkjum aftur til ríkisins.

ÖSE er hér á landi til að fylgjast

Hann bendir á að eftirlitsmenn frá ÖSE séu hér á landi til þess að fylgjast með kosningunum þar sem frávik sem þessi séu skráð niður og að eftir kosningar verði skrifuð skýrsla um það sem fram fer. Það megi því búast við segir Ástþór að í skýrslunni verði varpað ljósi á það sem hefur verið gert og það verði svartur blettur á samfélaginu.

Hlusta má nánari umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila