Ástþór: Þrýsingur frá hernaðaröflunum að koma sínum að á Bessastöðum

Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að það er mikill þrýstingur af hálfu hernaðarafla að koma sínum aðilum að á Bessastöðum og fólk þarf að varast slíkt. Þetta segir Ástþór Magnússon stofandi Friðar 2000 og forsetaframbjóðandi en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Ástþór bendir á að þessu vilji hernaðaröflin koma í gegn því þá sé áfram hægt að styðja við hernað, hernaðarhyggju, styðja NATO og stuðla að því að áfram verði keypt vopn frá Bandaríkjunum og um það snúist málið í raun

Katrín hefur umturnast

Hann segir þá þrjá frambjóðendur sem nefndir hafa verið af RÚV sem þeir frambjóðendur sem helst keppi um embættið á Bessastöðum vera hernaðarsinna. Í fyrsta lagi sé þarna Katrín Jakobsdóttir sem var formaður VG og forsætisráðherra og segir Ástþór að hann hafi aldrei séð herskárri forsætisráðherra á Íslandi en Katrínu Jakobsdóttur sem hafi algerlega umturnast í andhverfu þess sem Vinstri grænir standa fyrir.

Ríkisstjórn Katrínar lýsti yfir stríði við Rússa

Undir hennar stjórn hafi Ísland stutt styrjöld sem og lýst í raun yfir stríði við Rússa með því að loka sendiráði Íslands í Rússlandi og reka sendiherra Rússa heim. Þá hafi Þórdís Kolbrún verið helsti erindreki hvað varðar vopnakaup í stríðinu í Úkraínu og á sama tíma hafa stjórnvöld ekkert gert til þess að mæla fyrir friði.

Baldur Þórhallsson vill íslenskan her

Þá sé Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi á þeim buxunum að vilja koma upp íslenskum her og því sé hér um enn einn frambjóðandan sem sé velviljaður hernaðaröflunum. Hann hafi til að mynda látið hafa eftir sér að hann vilji koma upp 100 manna íslensku varnarliði og veltir Ástþór því fyrir sér hvað 100 manna her ætli að gera gegn kjarnorkusprengju sem hingað kæmi frá Rússlandi. Hugmyndin sem slík sé því alveg arfavitlaus.

Jón Gnarr elskar NATO

Þá sé þriðji frambjóðandinn Jón Gnarr mikill aðdáandi Bandaríkjanna og segir Ástþór hann hafa meðal annars hafa lýst því yfir að hann elskaði NATO.

Þríeyki valdhafanna

Ástþór segir að þetta sýni hvar hugurinn liggi, þetta sé þríeykið sem valdhafarnir geta sætt sig við að komist í forsetaembættið. Þá verði búið að tryggja að hvaða rugl sem er geti runnið þar í gegn sem varðar að kaupa vopn, flytja hergögn og hefja stríð.

Hlusta má á nánari umfjöllun í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila