Axel Pétur: Úlfar valdstjórnarinnar hafa misnotað aðstöðu sína

Axel Pétur Axelsson segir að þar sem hann hafi ekki náð að safna tilskildum fjölda meðmælenda til að ná lágmarkinu til forsetakjörs ljúki hans víkingagöngu að þessu sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Axel Pétri.

Í tilkynningunni setur Axel fram harða gagrýni gagnvart meginstraumsfjölmiðlum og er ekki par sáttur við framgöngu þeirra í aðdraganda kosninganna. Í tilkynningunni segir:

Nú er það ljóst að ég mun ekki ná meðmælendafjölda sem til þarf og þar með endar vikingaganga mín að þessu sinni.

Ekki er ljóst hvort þetta er afleiðing af frúin í Hamborg leikunum sem blaðaMellur íslands hafa spilað við mig þar sem ekki má minnast á nafn mitt eða hvort falsaðar „skoðana“kannir sé stóri skaðvaldurinn fyrir framboð mitt eða að kjósendur vilja bara ekki sjá mig nálægt forsetaembættinu.

Ljóst er að úlfar valdstjórnarinnar hafa misnotað aðstöðu sína með frábærum árangri og blessuð lömbin munu núna kjósa um hvað er í kvöldmatinn.

Ég vil þakka öllum fyrir jákvæða sem neikvæða strauma sem hafa fylgt framboði mínum og geng frá borði hamingjusamur og sáttur 🙂 sjáumst næst á Axel Pétur á bessó 2028 leikunum. 

Ég mæli með við stuðningsfólk mitt sem velur að kjósa yfir höfuð að kjósa Arnar Þór sem er næst besti kosturinn á eftir mér.

https://brotkast.is/axel-petur/s02e16-thegar-tveir-ulfar-og-rolla-kjosa-hvad-er-i-matinn/

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila