Baldur Þórhallsson býður sig fram í embætti forseta Íslands

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Baldur tilkynnti þetta á fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði í hádeginu.

Felix Bergsson eiginmaður Baldurs opnaði fundinn og þakkaði gestum fyrir að koma til fundarins og sagði Felix að Gunnar Helgason vinur þeirra Baldurs hafi sett af stað Facebook hóp til stuðnings mögulegu framboði Baldurs og hafi viðbrögðin komið þeim í opna skjöldu.

Þeir hafi velt ákvörðuninni mikið fyrir sér áður en hún var tekin og nú hafi þeir ákveðið í sameiningu að Baldur myndi bjóða sig fram.

Baldur var í viðtali hér á Útvarpi Sögu á dögunum en í viðtalinu kom meðal annars fram að Baldur myndi nýta málsskotsrétt forseta og sérstaklega í málum sem varði tjáningarfrelsi og mannréttindi.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila