Bandaríkjaher leyft að vera með sveigjanlegan viðbúnað hér eftir eigin höfði

Þó það sé látið líta út sem að viðvera Bandaríkjahers sé tekin á þeim forsendum að það sé gert í samráði við íslensk yfirvöld er það algerlega ljóst að Bandaríkjunum hefur verið falið algert sjálfdæmi um það. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Stefáns Pálssonar sagnfræðings og stjórnarmanni hjá félagi Hernaðarandstæðinga í þætti Péturs Gunnlaugssonar í gær.

Stefán segir embættismenn hjá Utanríkisráðuneytinu hvorki getu, forsendur eða kjark til þess að setja Bandaríkjunum stólinn fyrir dyrnar í þessum efnum.

„það sem er búið að gerast og er lykilatriði í þessu er að Bandaríkjamönnum er búið að takast allt frá þessari bókun 2016 sem kveður á um aukna viðveru að fá í gegn það sem þeir óskuðu eftir allt til ársins 2006. Það er að þeir fengju að vera hérna með sveigjanlegan viðbúnað eftir eigin höfði“ segir Stefán

Hann segir að það sé frekar fánýtt að velta því fyrir sér hvenær viðbúnaðurinn sé orðinn svo mikill að hann teljist vera ígildi herstöðvar. Það mætti hins vegar frekar velta því fyrir sér hvort herinn hafi yfir höfuð nokkurn tíma farið héðan í raun.

Hann segir að það sé hægt að mæla spennustigið milli Bandaríkjanna og Rússlands með því einu að sjá hversu mikinn viðbúnað Bandaríkjaher viðhefur hér hverju sinni.

Hér að neðan má hlusta á ítarlegri greiningu Stefáns á hernaðarvæðingu Íslands og þróun varnarsamstarfsins í gegnum árin.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila