Bankasýslan ber ábyrgð – hefði átt að upplýsa Bjarna Ben

Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins segir að hann sé algerlega ósammála því sem Bjarni Benediktsson þáverandi fjármálaráðherra hélt fram á sínum tíma að hann hefði ekki geta vitað að faðir hans hafi verið raunverulegur eigandi félags sem ætlaði að kaupa hlut í Íslandsbanka. Þetta kom fram í máli Eyjólfs í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Eyjólfur segir að vel hefði verið hægt að setja fram þá kröfu að þeir sem sæju um söluna myndu sjá til þess að kaupendur myndu upplýsa um raunverulega eigendur þeirra félaga sem keyptu hlut í bankanum ef hætta væri á vanhæfi í málinu. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir þann vandræðagang sem varð í kjölfar þess að upp komst um að faðir Bjarna stæði á bak við eitt tilboðið sem barst. Bankasýsla ríkisins ber ábyrgð og hún brást.

Landsbankinn hegðar sér eins og ríki í ríkinu

Hvað framgöngu bankanna sjálfra varðar þá segir Eyjólfur að ef framganga Landsbankans í TM málinu er tekin sem dæmi þá hagi Landsbankinn sér eins og ríki í ríknu líkt og RÚV geri. Þarna sé bankinn búinn að ríkisvæða tryggingarfélag og segir Eyjólfur að hann geti fullyrt að engum einasta þingmanni myndi nokkru sinni detta það til hugar að setja fram frumvarp um að ríkisvæða tryggingarfélag því hann myndi aldrei fá stuðning þingsins til þess.

Undarlegt að ráðherra og þingið hafi ekki verið upplýst

Hann bendir á að þegar Íslandsbanki hafi gert kauptilboð í TM hafi það verið skilyrt við samþykki hluthafafundar en það hafi Landsbankinn hins vegar ekki gert. Það að hafa ekki látið ráðherra eða þingið vita af því að Landsbankinn ætlaði að kaupa eitt stærsta tryggingafélag landsins sé stórundarlegt að mati Eyjólfs.

Hlusta má á nánari umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila