Birgir Þórarins: Bjarni getur tekið við keflinu af Katrínu

Það kemur vel til greina að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins taki við forsætisráðherra embættinu af Katrínu Jakobsdóttur þegar hún ákveður að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Það sé þó erfitt á þessu stigi að fullyrða um hver endanleg niðurstaða verður í þeim efnum. Þetta segir Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Ráðuneytum jafnvel fækkað

Birgir segir það gefa auga leið að þessi mögleiki verði ræddur þegar þar að kemur en það sé formanna þingflokkanna að setja upp og stilla upp liðinu. Það gæti þó orðið svo að með brotthvarfi Katrínar myndi ekki koma nýr ráðherra inn í ríkisstjórnin heldur sé möguleiki einnig á að ráðuneytum verði einfaldlega fækkað.

Hann segir ljóst að ákvörðun Katrínar um muni óhjákvæmlega hafa áhrif og sé í raun þegar farin að hafa áhrif en erfitt sé að segja á þessu stigi hver áhrifin eða afleiðingarnar munu verða.

Svandís þarf að takast á við vantrauststillögu

Hvað stöðu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra varðar, sem fær væntanlega á sig vantrauststillögu, segir Birgir að sú staða sé þannig að Svandís verði einfaldlega að mæta þeirri staðreynd þegar hún kemur í ráðuneytið. Að minnsta kosti sé ljóst að miklar líkur séu á því að vantraust verði lagt fram gagnvart Svandísi. Það sé vissulega mjög fáir þingdagar eftir fram að fríi og segir Birgir að tíminn líði afskaplega hratt og hætt við að talsverður fjöldi mála verði ekki afgreiddur vegna tímaskorts.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila