Birgir Þórarins: Loka á hælisleitendur vegna húsnæðisvanda Grindvíkinga

Það hefði verið rétt að loka á allar komur hælisleitenda hingað til lands á með verið væri að finna leið út úr þeim húsnæðis og tilveruvanda sem Grindvíkingar hafa verið lengi í vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Þetta kom fram í máli Birgis Þórarinssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur.

Birgir bendir á að það sé til lagaheimild fyrir slíkum lokunum fyrir komur hælisleitenda og henni hefði átt að beita enda sé húsnæðisvandinn nægur fyrir þó ekki sé á hann bætandi með hælisleitendum.

Erfitt í Reykjanesbæ vegna hælisleitenda

Það sé þannig að stjórnvöld eiga fyrst og fremst að hugsa um sitt eigið fólk og þó svo Íslands sé aðili að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna þá sé um fordæmalausar aðstæður að ræða og sér í lagi á Reykjanesi og Grindavík þar sem meginþorrinn af fólkinu vill vera áfram. Mikill fjöldi hælisleitenda og annara innflytjenda er nú þegar í Reykjanesbæ sem veldur því að róður bæjarins hefur þyngst mjög mikið og sérstaklega í húsnæðismálum.

Fram kom í þættinum að á meðan það sé í sérstökum forgangi að leita að húsæði fyrir hælisleitendur og Palestínumenn sé á sama tíma afskaplega lítið talað um þá miklu húsnæðisþörf sem Grindvíkingar standa frammi fyrir.

Fyrirhugaðar lagabreytingar munu draga úr komu hælisleitenda

Hann segir að hann hafi trú á því að fyrirhugaðar breytingar sem verið sé að gera á lögum um útlendinga muni draga mjög úr þeim fjölda hælislieitenda sem hingað kemur og þegar því takmarki hafi verið náð sé ljóst að þá fari að létta á kerfinu.

Um sé að ræða afar mikilvægar breytingar og segir Birgir að ekki sé hægt að segja annað en að stjórnvöld séu markvisst að vinna að því að koma regluverkinu hér á landi til sama horfs og á öðrum Norðurlöndum.

Hlusta má á ítarlegri umræður um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila