Bjarni Benediktsson endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi flokksins sem fram hefur farið um helgina. Bjarni hlaut 1010 atkvæði eða 59% atkvæða En Guðlaugur Þór Þórðarson loftslagsmálaráðherra sem bauð sig fram á móti Bjarna hlaut 687 atkvæði eða 40% atkvæða. Níu seðlar reyndust ýmist auðir eða ógildir og þrjú atkvæði fóru til annara en Bjarna eða Guðlaugs.

Guðlaugur segir viss vonbrigði að hafa tapað formannsslagnum en segist ætla halda ótrauður áfram að starfa í flokknum. Bjarni var að vonum ánægður með endurkjörið og segir að hann sé með í því að vilja breytingar innan flokksins og því má segja að Bjarni hafi útrétt sáttarhönd til þeirra sem vildu breytingar og fá Guðlaug Þór í formannsstólinn.

Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð sjálfkjörin í varaformannsembættið enda ein í kjöri og fékk hún 88,8% atkvæða.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila