Bjarni verður forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn

Stefna gömlu ríkisstjórnarinnar sem og sá stjórnarsáttmáli sem hún vann eftir verður óbreytt en talsverðar hrókeringar verða í nýrri ríkisstjórn. Þetta kom fram á blaðamannafundi stjórnarflokkanna sem haldinn var fyrir stundu.

Meðal þeirra hrókeringa sem verða í ríkisstjórninni eru að Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson verður fjármálaráðherra, Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn sem matvælaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer úr fjármálaráðuneytinu og fer aftur yfir í utanríkisráðuneytið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila