Bjóða ætti upp á námsskeið um stjórnarskrána

Það væri réttast að almenningi og opinberum starfsmönnum væri boðið upp á námsskeið um stjórnarskrána svo það geti lært hvernig eigi að skilja hana og þannig komið í veg fyrir þá sjálfsblekkingu fólks um að hefðir geti verið æðri stjórnarskránni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Halldórs Sigurþórssonar í þættinum Stjórnsýsla Íslands í mínum augum í dag en þar ræddi Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson.

Halldór segir einnig að slæmt sé að fólk innan stjórnsýslunnar sé haldið sömu sjálfsblekkingu og telji eðlilegt að hefðir geti verið ákvæðum stjórnarskrár æðri. Því mætti verja nokkru fé í að fræða fólk innan stjórnsýslunnar og aðra opinbera starfsmenn um stjórnarskrána.

„ég tel að peningum væri vel varið og myndi spara ríkinu stórfé ef allir opinberir starfsmenn yrðu sendir á tveggja til þriggja daga námsskeið um stjórnarskrána og það sem í henni stendur, segir Halldór.“

Hann ítrekar að hann telji að það sé mikil sjálfsblekking meðal starfsfólks hjá hinu opinbera, sem flest sé mjög gott fólk, en það verði að kunna stjórnarskrána því þá verði sú sjálfsblekking að telja hefðir vera æðri stjórnarskrá á undanhaldi.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila