Björn Leví: Erfitt að senda hælisleitendur til baka- Útlendingar í meirihluta í fangelsum hér

Það er ákveðnum vandkvæðum bundið að senda hælisleitendur aftur til síns heima, þegar heimalandi vill ekki taka við þeim aftur. Stjórnvöld í Venesúela vildu ekki taka við þeim aftur sem var vísað héðan. Því getur það verið erfitt að senda þá hælisleitendur sem framið hafa glæpi hér beint úr landi. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata aðspurður um viðbrögð við friðhelgisbroti sem maður frá Írak framdi á Alþingi fyrir stuttu. Björn Leví var í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdódóttur.

Í þættinum var rætt meðal annars um stöðu hælisleitenda og þau fjölmörgu afbrotamál sem upp hafa komið að undanförnu þar sem hælislietendur koma við sögu. Má þar nefna nauðganir leigubílstjóra gegn ungum stúlkum, hnífstungumál og líflátshótanir -og ógn við embættismenn.

Hælisleitendur sem fremja glæpi hér skemma fyrir hinum

Björn segir að það séu einmitt þeir hælisleitendur sem brjóti af sér sem skemmi fyrir hinum sem ekki brjóti af sér hér á landi og það sé auðvitað ekki vilji þeirra hælisleitenda að slík mál komi upp. Þau mál sem hafa komið upp er mjög slæmt að mati Björns. Hann segir að það sé hins vegar svo að þegar útlendingar fremji hér glæpi séu viðbrögð almennings oft önnur og harðari en þegar Íslendingar fremji glæpi.

Útlendingar í meirihluta í fangelsum á Íslandi

Arnþrúður benti á að viðbrögð fólks væru líklega vegna þess að Íslendingar vilji ekki að svona samfélag þar sem fólk er sett í hættu vegna framgöngu þessara aðila. Því til staðfestingar megi nefna þá staðreynd að mikill meirihluti þeirra sem sitji inni í fangelsum á Íslandi séu útlendingar. Björn segir að útskýringuna á því megi líklega rekja til þess að margir þeirra séu burðardýr sem hafi fengið dóma og burðardýr séu oft einstaklingar sem séu kúgaðir af öðrum, til dæmis glæpahópum sem hóti jafnvel fjölskyldum þeirra. Arnþrúður sagði þá að burðardýr væru glæpamenn sem ætti að taka hart á, til þess að senda þau skilaboð erlendis, öðrum til viðvörunar.

Andlits – og augnskannar á landamærum

Arnþrúður sagði að einmitt þess vegna væri þörf á að taka upp andlits og augnskanna á landamærunum svo hægt væri að koma í veg fyrir að hingað komi glæpamenn. Það hafi verið gert frá árinu 2003 til 2007 og gefið góða raun. Björn taldi það hins vegar ekki vænlegt til árangurs og sagði að upplýsingar sem fást vegna Shengen samstarfsins gengdi sama markmiði.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um útlendingamálin í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila