Björn Leví: Fjárlaganefnd fær ekki upplýsingar um sundurliðuð útgjöld ráðuneyta

Það er afskaplega erfitt að fylgjast með því í hvað það fé sem ráðuneyti fá til rekstrar fer því fjárlaganefnd Alþingis fær engar sundurliðanir á útgjöldum ráðuneytanna. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur en Björn á jafnframt sæti í fjárlaganefnd.

Björn segir að þegar beðið sé um yfirlit yfir kostnað þá sé þeim beiðnum einfaldlega ekki svarað eða þeim svarað með útúrsnúningum. Þetta valdi því til dæmis að ekki sé hægt að sjá hvar hægt sé að skera niður í fjárveitingum til ráðuneytanna. Upplýsingar um hvað hefur farið í einstök verkefni fást hvergi hjá þeim aðilum sem eiga að hafa eftirlit með fjárreiðum ríkisins, hvorki fjársýslunni, ríkisendurskoðun né öðrum aðilum.

Erfitt að fylgjast með eyðslu ráðuneyta

Björn segir að í raun sé það svo að það eigi að vera búið að fylgjast með slíkum upplýsingum en það sé sífellt verið að færa til í kerfinu, breyta ráðuneytum og kennitölum ráðuneyta. Því þurfi í raun bara að treysta á endurskoðendur um að þeir séu að fylgjast með þessu, Alþingi fái þessi mál aldrei til umfjöllunar þrátt fyrir að Alþingi fari með fjárveitingavaldið.

Alþingi fari með fjárveitingavaldið

Fjárlaganefnd gert erfitt fyrirð sé ekki fyrr en að einhver vandamál komi upp að hægt sé að kafa dýpra ofan í málin. Til að mynda þegar upp komu ákveðin vandamál hjá Fangelsismálastofnun og þegar upp komu vandamál varðandi rekstur hjúkrunarheimila. En á endanum sé það svo að þegar málin séu könnuð þá sé þeirri skoðun stjórnað af hagaðilun svo sem ráðuneytunum og stofnunum þeirra. Þannig séu gögnin matreidd ofan í fjárlaganefnd svo hún getur illa lagt á þau mat þar sem þau komi ekki frá hlutlausum aðilum.

Hlusta má á ítarlegri umfjöllun um málið í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila