Björn Leví: Kjarapakki stjórnvalda endurspeglar mál sem ríkisstjórnin hefur látið sitja á hakanum

Kjarapakki stjórnvalda er í raun samansafn af verkefnum sem stjórnvöld hafa látið sitja á hakanum og eru enn einu sinni að ýta á undan sér. Þegar grannt er skoðað þá sé mikið um tvítalningar og endurtekin loforð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Björns Leví Gunnarssonar þingamanns Pírata en hann var gestur í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur í dag.

Hann bendir á að meðal annars komi fram að lofað sé þúsund íbúðum á ári sem sé í raun loforð sem hafði verið lofað áður og því sé sá peningur sem eigi að fara í það þegar til og verið að lofa sama peningnum. Því sé ljóst að raunveruleg upphæð sé lægri segir Björn.

Íbúðirnar í kjarapakkanum ekki byggðar fyrr en eftir 3 ár

Þetta sé því þannig að þær viðbótaríbúðir sem bætt var í kjarapakkann koma ekki til með að verða byggðar fyrr en eftir þrjú ár í fyrsta lagi. Hann segir að vandamál ríkisstjórnarinnar vera það að hún setji sér ýmis markmið í húsnæðismálum og áður komið fram með þau sem hafi í raun gert hlutina verri en þeir voru fyrir. Fjöldi fólks gat keypt íbúðir fyrir fáeinum árum en þá fór húsnæðismarkaðurinn á fleygiferð og húsnæðisverð hækkaði ásamt vaxtahækkunum Seðlabankans. Allt varð dýrara og fólk verr sett í dag fyrir bragðið. Björn segir að hækkun húsaleigubóta sé í raun bjarnargreiði við heimilin því það muni knýja áfram verðbólguna.

Þá sé ákveðið vandamál að ekki sé hægt að byggja nægilega mikið því hagsmunaaðilar eins og byggingarverktakar sitja á lóðum og passa sig á að byggja ekki mikið því ef þeir geri það þá lækki verðið sem þeir geti fengið fyrir þær íbúðir sem þeir byggja.

Ríkisstjórnin ætlar skattgreiðendum að borga brúsann

Þá segir Björn Leví það vera sérstakt að ríkisvaldið eigi að greiða stærstann hluta af þeim kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið og segir að ríkisstjórnin hafi í raun falið verkalýðsforstunni og Samtökum atvinnulífins að setja fjármálastefnuna enda sé um gríðalega háar upphæðir að ræða sem mun setja mark sitt á fjármálastefnuna.

Hlusta má á ítarlegri umræðu um kjaramálin í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila