Blásið til upprisuhátíðar í Boðunarkirkjunni næsta laugardag

Það verður mikið um dýrðir í Boðunarkirkjunni næstkomandi laugardag en þá verður blásið til upprisuhátíðar í tilefni páskanna. Þær Magnea Sturludóttir forstöðumaður Boðunarkirkjunnar og Elín Ósk óperusöngkona voru gestir í þætti Arnþrúðar Karlsdóttur þar sem þær sögðu meðal annars frá þeirri miklu hátíð sem er framundan, þar sem söngur, gleði og kristilegur boðskapur verður á boðstólum.

Magnea segir að á hátíðinni verði boðskapur páskanna til umræðu og verður hver dagur páskanna fyrir sig tekinn fyrir og hann útskýrður fyrir fólki á mannamáli og hvaða þýðingu þessir dagar hafa sem eru afar mikilvægir kristnu fólki.

Fjölmargir tónlistarmenn koma fram

Á milli verða glæsileg og falleg tónlistaratrið þar sem fjölmargir listamenn koma fram. Þar ber fyrst að nefna að sópransöngkonan Alda Ingibergsdóttir flytur tónlistaratriði. Þá mun Elín Ósk einnig taka lagið. Einnig mun tvöfaldur kvartett sem skipaður er reynslumiklu tónlistarfólki stíga á svið. Hljómsveit kirkjunnar auk gestagítarleikarans Ólaf Torfason sem munu skipa stórann sess á upprisuhátíðinni.

Ekki má heldur gleyma fiðluleikaranum knáa Daniel Cassidy sem setur sinn einstaka blæ á tónlistaratriðin.

Flutt verða þekkt verk eins og lagið You raise me up sem er löngu orðið heimsþekkt lag og þá helst í flutningi Andrea Boccelli en á hátíðinni munu Elín Ósk og Alda Ingibergsdóttir syngja lagið undir fiðluleik Daniels Cassidy og hljómsveitar Boðunnarkirkjunnar og Halleluja eftir Leonard Cohen svo eitthvað sé nefnt.

Aðgangur ókeypis

Upprisuhátíðin verður haldin sem fyrr segir í Boðunarkirkjunni Álfaskeiði 115 laugardaginn 23.mars kl.15:00 og er aðgangur ókeypis. Sjá má vefsíðu Boðunarkirkjunnar með því að smella hér.

Hlusta má á þáttinn og nokkur af þeim tónlistaratriðum sem flutt verða á hátíðinni hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila