Boða ekki til frekari verkfalla – Endurmeta stöðuna vegna verkbanns

Samninganefnd Eflingar ákvað á fundi í gær að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu (hótelöryggisgæsla og ræstingar). Félagsmenn á þessum vinnustöðum fara því ekki í verkföll að svo stöddu.

Efling segir að með verkbanni hafi Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í því ljósi sé nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða.

Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar munu halda áfram með óbreyttum hætti. Félagsmenn hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu halda því áfram í verkfalli.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila