Boðað til friðsamlegrar mótmælagöngu gegn verkbanni SA og dugleysi stjórnvalda

Stéttarfélagið Efling hefur boðað til mótmælagöngu í dag kl.13:00 þar sem verkbanni Samtaka atvinnulífsins og dugleysi stjórnvalda verður mótmælt.

Eflingarfélagar sem eru í verkfalli ætla að hittast klukkan 12 í Iðnó áður en gangan hefst.

„Þetta verða friðsamleg mótmæli þar sem við komum með skilti, hrópum slagorð og flytjum ræður til að til að mótmæla verkbanni Samtaka Atvinnulífsins og senda skilaboð til ráðastéttar Íslands um kröfur okkar.“ segir í tilkynningu.

Dagskráin verðu eftirfarandi:

  • kl. 11:30: Húsið opnar 
  • kl. 12: Baráttufundur Eflingarfélaga í verkfalli í Iðnó 
  • kl. 13: Mótmælagangan hefst 

Efling segir að með verkbanni á 21 þúsund Eflingarfélaga hafi atvinnurekendur fært vinnudeiluna á nýtt og mun alvarlegra stig en afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga hafa nokkurn tíma gert. Ákvörðun um verkbann sé þvingunaraðgerð, langt fram úr öllu meðalhófi. Samtök atvinnulífsins beri alla ábyrgð á þeirri ákvörðun og afleiðingum hennar, ekki Efling.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila