Borgarlínan versta fjárfesting sem sést hefur um langa hríð

Ragnar Árnason hagfræðingur og prófessor emeritus

Borgarlínan er svo slæm fjárfesting að annað eins hefur ekki sést um langa hríð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ragnars Árnasonar hagfræðings og prófessors emeritus í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar.

Ragnar bendir á að þegar Borgarlínan hefur verið tekin að fullu í notkun muni hún einungis nýtast um 3 prósentum landsmanna og sá áfangi sem nú er stefnt að því að hefja mun einungis nýtast litlu broti af þessum 3 prósentum. Hin 97 prósentin munu þurfa að þola meiri umferðartafir en nú er en þær kosta borgarbúa nú þegar árlega 30-60 milljarða.

Þá segir Ragnar það skjóta skökku við að íbúar á landsbyggðinni sem búa við algjörlega óviðunandi samgöngur og hafa beðið lengi eftir úrbótum séu meðal annars látnir fjármagna að hluta framkvæmdir við Borgarlínu með sínu skattfé

það er mjög ósanngjarnt að þetta fólk þurfi að fjármagna einhverjar lúxusframkvæmdir í Reykjavík“ segir Ragnar.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila